Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 08. mars 2020 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Matic framlengir við Manchester United
Mynd: Getty Images
Nemanja Matic var að renna út á samning hjá Manchester United í sumar. Hann var ekki í myndinn hjá Ole Gunnar Solskjær en í kjölfar meiðsla Paul Pogba og Scott McTominay hefur Matic stigið inn í liðið.

Matic hefur þótt leika vel fyrir United og Solskjær staðfest í gær þau tíðindi að félagið væri búið að semja við serbneska miðjumanninn.

United var með klásúlu í samningnum sem gerði félaginu að framlengja sjálfkrafa samninginn en Solskjær sagði félagið hafa farið í formlegar viðræður.

Matic hefur byrjað þrettán af síðustu sautján leikjum United eftir að hafa einungis byrjað sex af fyrstu þrjátíu.

„Við erum búnir að ná samkomulagi við Matic. Hann verður áfram. 100 prósent," sagði Solskjær í gærkvöldi.

Samkvæmt heimildum Telegraph mun Matic gera tveggja ára samning við United.
Athugasemdir
banner
banner
banner