Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 08. mars 2020 11:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Öllu frestað í Seríu A? Leikmenn sendir inn í klefa
Heimavöllur Parma og starfsmenn á vellinum.
Heimavöllur Parma og starfsmenn á vellinum.
Mynd: Getty Images
Leikur Parma og Spal átti að hefjast nú klukkan 11:30. Eins og staðan er núna hefur leiknum verið frestað um hálftíma.

Ástæðan er áframhaldandai umræða um það hvort eigi að spila leiki vegna hættu á smiti af kórónaveirunni. Leikurinn átti að fara fram fyrir luktum dyrum en þrátt fyrir það er vilji til þess að aflýsa leiknum alfarið.

Vincenzo Spadafora, íþróttamálaráðherra, hefur beðið ítölsku A-deildina um að aflýsa leikjum vegna veirunnar.

Leikmenn Parma og Spal voru mættir í göngin þar sem gengið er inn á völl Parma fyrir um stundarfjórðungi en voru sendir aftur inn í klefa. Leikmenn voru fyrst beðnir um að bíða í fimm mínútur eftir ákvörðun íþróttamálaráðherra en nú hefur leiknum verið frestað um hálftíma.

Damiano Tomassi, forseti leikmannasamtakana, hefur skrifað til yfirvalda og sagt frá því að það besta í stöðunni sé að hætta við alla knattspyrnuleiki.
Athugasemdir
banner
banner