Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. mars 2020 17:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Aron Jó og Bjarni Mark á skotskónum
Aron Jóhannsson skoraði fyrir Hammarby.
Aron Jóhannsson skoraði fyrir Hammarby.
Mynd: Getty Images
Aron Jóhannsson var á skotskónum þegar Hammarby tryggði sér sigur í sínum riðli í sænsku bikarkeppninni. Hammarby vann mjög svo sannfærandi 4-0 sigur á Sundsvall.

Aron hefur nú skorað þrjú mörk í þremur leikjum í sænsku bikarkeppninni, en hann kom Hammarby á bragðið snemma í seinni hálfleiknum í dag.

Hammarby vinnur sinn riðil með fullt hús stiga og er því komið áfram í 8-liða úrslit bikarkeppninnar.

Bjarni Mark Antonsson var einnig á skotskónum í dag þegar Brage vann 3-1 sigur á Oskarshamns. Bjarni Mark skoraði þriðja og síðasta mark Brage og innsiglaði sigurinn. Stuttu síðar fékk hann svo gult spjald. Mark hans var þó ekki nóg fyrir Brage til að komast áfram í 8-liða úrslit; liðið hafnaði í þriðja sæti í sínum riðli.

Arnór Ingvi Traustason, sem hefur verið að glíma við meiðsli, kom inn á sem varamaður og spilaði síðustu 20 mínúturnar í 3-0 sigri Malmö á Eskilstuna. Eins og Hammarby þá vinnur Malmö sinn riðil með fullt hús stiga og er komið í 8-liða úrslit.

Óskar Sverrisson, sem lék sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland í janúar, var ekki í leikmannahópi Häcken sem vann 2-0 sigur Östersund. Annar Íslendingur, Nói Snæhólm Ólafsson, var heldur ekki ekki í hóp hjá sínu liði, Syrianska, sem vann 5-1 gegn Karlskrona. Häcken fer áfram en ekki Syrianska.
Athugasemdir
banner
banner