Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 08. mars 2020 11:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tevez tryggði Boca Juniors titilinn - Kyssti Maradona
Mynd: Getty Images
Boca Juniors vann sinn 34. meistaratitil í Argentínu í gær. Carlos Tevez, fyrrum leikmaður Juventus, Manchester United og Manchester City, var hetja liðsins en hann skoraði eina mark leiksins í lokaumferðinni gegn Gimnasia.

Diego Maradona er aðalþjálfari Gimnasia og fór vel á með Tevez og Maradona fyrir leik.

Boca vann titilinn eftri að River Plate missteig sig í lokaumferðinni og gerði jafntefli. River var með forystu á toppnum en sigur Boca dugði til að ná efsta sætinu.

Þetta var níunda deildarmark Tevez á leiktíðinni og er talið að hinn 36 ára gamli framherji gæti lagt skóna á hilluna eftir þennan titil.

Boca Juniors hefur unnið 34 meistaratitla en River hefur unnið 36.
Athugasemdir
banner