Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. mars 2020 11:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vill að forsetinn aflýsi öllu áður en það verður um seinan
Gabriele Gravina forseti ítalska knattspyrnusambandsins.
Gabriele Gravina forseti ítalska knattspyrnusambandsins.
Mynd: Getty Images
Íþróttamálaráðherra á Ítalíu, Vincenzo Spadafora, vill að forseti ítalska knattspyrnusambandsins Gabriele Gravina taki ákvörðun.

Spadafora vill að Gravina aflýsi öllum leikjum í Seríu A á meðan ástandið er eins og það er á Ítalíu vegna kórónaveirunnar.

Spadafora vill að Gravina geri þetta áður en fyrsti leikmaðurinn í deildinni smitast. Það væri stórt skref að ná því áður en það gerist og rétt skref. Ef Gravina geri það ekki þá lítur Spadafora á málið eins og smitið væri á ábyrgð Gravina.

Fyrir skömmu var frestað leik Parma og Spal um hálftíma en sá leikur átti að hefjast hálf tólf.
Athugasemdir
banner
banner
banner