Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 08. mars 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Karólína mögnuð" og „Sveindís getur náð eins langt og hún vill"
Karólína Lea og Alexandra.
Karólína Lea og Alexandra.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir var í viðtali hér á Fótbolta.net nýverið.

Alexandra fór nýverið út í atvinnumennsku til Þýskalands en hún var ekki sú eina sem gerði það því tvær af liðsfélögum hennar í Breiðablik gerðu slíkt hið sama; Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fór í Bayern München og Sveindís Jane Jónsdóttir fór til Wolfsburg. Alexandra hefur mikla trú á þeim.

„Það hefur verið frábært að spila með Karólínu. Hún er mögnuð fótboltakona með mjög mikla hæfileika," segir hún en Karólína sagði Alexöndru vera sinn uppáhalds liðsfélaga.

„Karólína er með einstakan persónuleika sem gerir hann að yndislegri manneskju utan vallar líka. Það er ótrúlega gott að hafa bestu vinkonu sína í sama landi að minnsta kosti. Það tekur okkur rúma þrjá tíma að ferðast á milli sem er nú ekkert það mikið. Fyrir tveimur vikum fékk ég fríhelgi og þá tók ég lestina til hennar."

Alexandra spilaði eitt tímabil með Sveindísi Jane í Breiðablik en það var í fyrra. Sveindís sló í gegn og var valin besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar.

„Það er ótrúlega skemmtilegt að spila með Sveindísi," segir Alexandra.

„Hún er ótrúlega fljót og afskaplega góð í að klára færin sín; það er ekki leiðinlegt að spila með þannig leikmanni. Hún er líka frábær utan vallar með skemmtilegan persónuleika. Sveindís getur náð eins langt og hún vil; hún hefur alla þá hæfileika sem þarf til að ná ótrúlega langt."

Þær þrjár spiluðu allar saman í A-landsliðinu og gera má ráð fyrir því að þær muni allar spila lykihlutverk í liðinu næstu 10-15 árin eða svo.

Sjá einnig:
Alexandra úr sama fótboltaskóla og Sara: Ákveðin og með mikið keppnisskap
Athugasemdir
banner
banner