Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 08. maí 2020 21:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alfreð: Eina orðið er skrítið
Mynd: Getty Images
Alfreð meiddist gegn Tyrklandi í október.
Alfreð meiddist gegn Tyrklandi í október.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þýska Bundesliga á að hefjast á nýjan leik um næstu helgi eftir tveggja mánaða hlé vegna kórónaveirunnar. Alfreð Finnbogason er leikmaður Augsburg og ræddi hann við Kjartan Atli Kjartanson í Sportið í dag í dag.

Alfreð er þakklátur fyrir að vera á jafngóðum stað og Þýskaland er þegar kemur að heilbrigðiskerfi þjóðarinnar og er hann ánægður hvernig hlutirnir hafa verið tæklaðir.

Kjartan spurði Alfreð hvernig staðan á honum væri, Alfreð hefur glímt við meiðsli í vetur.

„Ég var að komast í gott form (áður en leik var hætt vegna veirunnar). Síðasta leik fyrir hlé voru þjálfaraskipti hjá okkur. Tímabilið hefur verið upp og niður vegna meiðsla sem er leiðinlegt."

„Ég horfi mjög bjartur á framhaldið og lokaleikina í deildinni."
Hvernig er að fara aftur af stað eftir hlé?

„Eina orðið yfir þetta er skrítið. Maður veit ekki alveg hvernig maður á að haga sér. Maður þarf að passa sig en staðan er talsvert betri hér heldur en á t.d. Spáni."

„Það var sagt við okkur strax að í stærstu fjórum deildiunum yrði að ljúka mótinu þar sem félögin eru svo háð sjónvarpstekjum og þær yrðu ekki greiddar til liðanna nema ef mótið yrði klárað. Lið væru í hættu að verða gjaldrþrota ef þær greiðslur koma ekki."

„Okkar markmið er að ná sem flestum punktum á töfluna og við erum búnir að spila við flest liðin í efri hlutanum."

„Það er ekki spurning, mikil tilhlökkun að byrja þetta aftur. Maður heyrir að liðsfélögum í landsliðinu og þeirra lið eru ekki einu sinni byrjuð að æfa."


Alfreð segir þá að Augsburg-liðið fari saman á hótel á laugardag og verði þar í viku fyrir fyrsta leik. Tvisvar í viku eru leikmenn einnig prófaðir vegna veirunnar.

Kjartan spurði Alfreð að lokum hvernig er fyrir leikmenn að spila án áhorfenda: „Þetta er eins og að spila æfingaleik. Auðvitað er þetta ekki eins en maður finnur alveg að þetta er ekki eins. Þetta er eini möguleikinn í stöðunni núna og vonandi sem fyrst á nýju tímabili verður hægt að spila fótbolta með áhorfendum."
Athugasemdir
banner
banner
banner