Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 08. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Boateng bræðurnir spjölluðu: Ribery er ótrúleg manneskja
Mynd: Getty Images
Kevin-Prince Boateng og Jerome Boateng spjölluðu um fótboltaheiminn í myndbandssímtali sín á milli í gær.

Talið barst að Franck Ribery sem er liðsfélagi Kevin-Prince hjá Fiorentina og lék með Jerome í átta ár hjá FC Bayern.

„Ég hef fengið að kynnast Franck virkilega vel í Flórens og hann er ótrúleg manneskja með ótrúlegan persónuleika. Ég held að það sé ekki til nein manneskja sem getur sagt eitthvað neikvætt um hann," sagði Kevin-Prince meðan Jerome kinkaði kolli.

„Hann er fjölskyldumaður og er með risastórt hjarta. Ég hef aldrei séð neinn hugsa jafn mikið um fólk í kringum sig. Hann hjálpar fólkinu sem starfar í eldhúsinu, manninum sem sér um búningana, sjúkraþjálfurunum. Hann hjálpar öllum."

Jerome tók undir með bróður sínum. „Þú sagðir allt, Franck er ótrúleg manneskja með stórt hjarta. Hann er ótrúlega jákvæður og kemur með mikla orku og gleði inn í búningsklefann. Sem leikmaður er hann ótrúlega hæfileikaríkur, varnarmenn vita ekki hvernig þeir eiga að verjast honum enn þann dag í dag."

Ribery er 37 ára gamall og hefur skorað tvö mörk og lagt upp tvö í ellefu leikjum (714 mínútur) í efstu deild á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner