Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 08. maí 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
El Melali biðst afsökunar: Skil að fólk líði ekki svona hegðun
Mynd: Getty Images
Alsírski kantmaðurinn Farid El Melali var handtekinn fyrr í vikunni fyrir að fróa sér í sameiginlegum garði og horfa inn til nágrannans.

El Melali er aðeins 22 ára gamall og er búinn að biðjast afsökunar fyrir athæfi sitt með færslu á Instagram.

„Síðustu dagar hafa verið mjög erfiðir bæði andlega og líkamlega. Það getur verið erfitt að takast á við gagnrýni," skrifaði El Melali.

„Ég skil að fólk líði ekki svona hegðun og vil biðjast afsökunar fyrir hegðun mína. Ég vil sérstaklega biðjast afsökunar til fjölskyldu minnar, vina, stuðningsmanna míns ástkæra félags Angers og samlanda minna frá Alsír.

„Þetta hefur haft mikil áhrif á mig og er ég sterkari einstaklingur fyrir vikið. Nú geri ég mér betur grein fyrir þeim gildum og prinsippum sem ég þarf að viðhalda. Ég vil þakka öllum sem hafa staðið með mér á þessum erfiðu tímum."

Athugasemdir
banner
banner
banner