Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 08. maí 2020 10:30
Elvar Geir Magnússon
Endurkomuáætlun Englendinga í hættu
Paul Barber vill ekki að spilað sé á hlutlausum völlum.
Paul Barber vill ekki að spilað sé á hlutlausum völlum.
Mynd: Getty Images
Paul Barber, framkvæmdastjóri Brighton, hefur varað við því að það séu mörg félög í ensku úrvalsdeildinni sem séu andvíg því að klára tímabilið á hlutlausum völlum.

Talað hefur verið um að hlutlausir vellir séu lykilatriði í endurkomuáætlun Englendinga, 'Project Restart', en vonast er til þess að enski boltinn fari aftur að rúlla í júní.

14 af 20 félögum deildarinnar þurfa að samþykkja að klára tímabilið á hlutlausum völlum.

Samkvæmt 'Project Restart' áætluninni er stefnan að enska úrvalsdeildin fari aftur af stað í júní. Þá yrði leikið bak við luktar dyr og leikmenn og starfslið þyrftu að fara í læknisskoðun. Fara þyrfti eftir hörðum reglum og með því að spila á fáum útvöldum völlum þar sem læknisaðstaða og fleira yrði sameinað myndi ýmislegt verða auðveldara í framkvæmd.

„Þetta er stórmál fyrir mörg félög, ég er ekki bara að tala um sex neðstu liðin. Ég tel að mörg félög hafi áhyggjur af þessum hugmyndum að spila á hlutlausum völlum," segir Barber.

„Við viljum klára tímabilið og það þegar það er öruggt og sanngjarnt."

Félögin í ensku úrvalsdeildinni funda á mánudaginn en eftir þann fund munu forráðamenn deildarinnar ráðfæra sig við leikmenn og stjóra.
Athugasemdir
banner
banner