Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 08. maí 2020 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fanndís: Ógeðslega flott hjá KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals, var gestur í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport. Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson ræddu við Fanndísi.

„Ég get ekki beðið eftir 12. júní, að fá að vera fyrsti leikurinn, það eru allir spenntir fyrir því," sagði Fanndís í dag. Valur og KR mætast á Origo vellinum í opnunarleik Íslandsmótsins föstudaginn 12. júní.

„Mér finnst það ógeðslega flott hjá KSÍ að setja kvennaleik sem fyrsta leik, á föstudegi og vonandi mega einhverjir koma og horfa. Það eru allir spenntir fyrir einhverri afþreyingu og flott að þetta fari strax af stað, svona þannig."

Kjartan spurði Fanndísi hver hennar skoðun væri á því hvort hægt hefði verið að byrja mótið ennþá fyrr.

„Ég hefði persónulega verið til í það (að byrja fyrr). Ég skil samt að þjálfarar vilji fá lengri tíma með liðið. Það er líka misjafnt hvernig einstaklingar halda sér og sumir þurfa lengri tíma."

„Fyrir mitt leyti og þær sem ég hef talað við í mínu liði - við værum til í að byrja strax á morgun."
.

Pepsi Max-deild kvenna - 1. umferð
föstudagur 12. júní
19:15 Valur-KR (Origo völlurinn)

laugardagur 13. júní
14:00 Fylkir-Selfoss (Würth völlurinn)
14:00 Breiðablik-FH (Kópavogsvöllur)
16:00 Þór/KA-Stjarnan (Þórsvöllur)
16:00 ÍBV-Þróttur R. (Hásteinsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner