Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 08. maí 2020 06:25
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd stefnir á hópæfingar 18. maí
Mynd: Getty Images
Andreas Pereira segir að Manchester United muni hefja liðsæfingar að nýju 18. maí.

Aðeins nokkur úrvalsdeildarfélög eru búin í einangrunarferli og eru leikmenn þeirra byrjaðir að stunda einstaklingsæfingar. Flest félög eru enn í einangrun og margir leikmenn staddir erlendis um þessar mundir.

Pereira segir að leikmenn Man Utd hafi fengið skilaboð um að koma sér aftur til Englands. Þar munu þeir fara í tveggja vikna sóttkví áður en þeir geta byrjað að æfa.

„Við héldum fund og okkur var tilkynnt að ef allt gengur að óskum munum við byrja að æfa í sex manna hópum 18. maí," sagði Pereira við Globo Esporte.

„Ef það gengur vel munum við geta æft með hefðbundnu sniði einni eða tveimur vikum síðar.

„Við verðum í sex manna hópum til að byrja með og megum ekki vera að snerta hvorn annan mikið. Ég veit ekki hver verður með mér í hóp."


Pereira ræddi einnig framtíð sína og sagðist staðráðinn í því að enda atvinnumannaferilinn hjá Santos í Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner