Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 08. maí 2020 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndir: Daníel Leó langaði í persónulegt húðflúr frá Álasund
Mynd: Gunnar Valdimarsson
Daníel Leó Grétarsson gekk í raðir norska félagsins Álasund frá Grindavík fyrir tímabilið 2015. Þegar deildin fer af stað í Noregi er Daníel því að hefja sitt sjötta tímabil með félaginu.

Í gær birtist mynd á síðunni Gunnar V. Tattoo Artist á Facebook af húðflúri sem Daníel fékk sér nýverið. Daníel leiðir þar son sinn eftir síðasta leikinn á síðustu leiktíð. Álasund sigraði næstefstu deild í Noregi með yfirburðum í fyrra og leikur í efstu deild á komandi leiktíð.

Húðflúrið vakti athygli fréttaritara og hafði hann samband við Daníel og spurði hann út í flúrið.

„Mig langaði að fá mér persónulegt tattoo frá Álasund þar sem sonur minn fæddist þar og þar sem ég hef eytt dágóðum tíma af ferlinum. Mig hefur lengi langað í tattoo," sagði Daníel við Fótbolta.net.

„Það er einnig fínn bónus að þetta er eftir síðasta leik í deild þar sem við fengum bikarinn afhentan og slógum stigamet".

Myndir af flúrinu fylgja með fréttinni og eru þær birtar með leyfi Gunnars Valimarssonar húðflúrara.


Athugasemdir
banner
banner