Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 08. maí 2020 09:30
Elvar Geir Magnússon
Newcastle ætlar að kaupa Coutinho - Koulibaly vill fara til Liverpool
Powerade
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Coutinho, Koulibaly, Sancho, Icardi, Aubameyang og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Newcastle mun eyða 70 milljónum punda í brasilíska miðjumanninn Philippe Coutinho (27) hjá Barcelona ef eigendaskipti eiga sér stað hjá félaginu. Coutinho er á láni hjá Bayern München. (Mundo Deportivo)

Einnig er áhugi hjá Newcastle á miðverðinum Kalidou Koulibaly (28) hjá Napoli. Talið er að Koulibaly muni yfirgefa ítalska félagið í sumar fyrir um 70 milljónir punda. (Star)

Koulibaly hefur áhuga á að fara til Liverpool. (Calciomercato)

Borussia Dortmund býst við því að enski vængmaðurinn Jadon Sancho (20) verði áfram hjá félaginu, þrátt fyrir mikinn áhuga Manchester United. (Sky Sports)

Arsenal gæti fengið tækifæri á að kaupa Mauro Icardi (27), framherja Inter, til að fylla skarð Pierre-Emerick Aubameyang (30) sem verður samningslaus eftir næsta tímabil. Icardi er á láni hjá PSG. (Tuttosport)

Arsenal er nálægt því að tryggja sér norska vængmanninn George Lewis (19). Lewis var hjá Tromsö en er samningslaus. (Goal)

Manchester United leggur aukna áherslu á að reyna að fá Jack Grealish (24) frá Aston Villa en hann gæti kostað 50 milljónir punda. (Sun)

Varnarmaðurinn Marc Jurado (16) hjá Barcelona hefur hafnað samningstilboði frá spænska stórliðinu og mun líklega ganga í raðir Manchester United í sumar. (ESPN)

Enski vinstri bakvörðurinn Ben Chilwell (23) hjá Leicester er efstur á óskalista Tottenham en Jose Mourinho vill gera miklar breytingar á varnarlínu sinni. (ESPN)

Dries Mertens (33) hefur enn ekki samþykkt framlengingu á samningi sínum við Napoli. Belgíski framherjinn verður samningslaus í sumar og er á óskalista Chelsa. (Calciomercato)

Chelsea, Manchester United og Tottenham hafa öll áhuga á serbneska miðjumanninum Sergej Milinkovic-Savic (25). Lazio er tilbúið að selja hann fyrir 80 milljónir punda. (Mail)

Liverpool hefur áhuga á Milot Rashica (23), vængmanni Wolfsburg og Kosóvó. (Standard)

Leeds United, topplið Championship-deildarinnar, er líklegast til að krækja í miðjumanninn Charlie Allen (17) hjá Linfield. Chelsea, Tottenham og Liverpool hafa einnig sýnt honum áhuga.(Yorkshire Post)

Aston Villa og Newcastle vilja fá marokkóska sóknarmanninn Abderrazak Hamdallah (29) frá Al Nassr. (Foot Mercato)

Franski vængmaðurinn Samuel Grandsir (23) hjá Mónakó er á óskalista Burnley. (TF1)

Umboðsmaður Henrikh Mkhitaryan (31) segir ekki rétt að Arsenal vilji selja armenska landsliðsmanninn. (Express)

Ivan Rakitic (32), miðjumaður Barcelona og Króatíu, segist ekki vera að hugsa út í að yfirgefa Börsunga. Samningur hans rennur út 2021. (Sky Germany)
Athugasemdir
banner
banner
banner