Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 08. maí 2020 12:53
Elvar Geir Magnússon
Norska deildin svæðaskipt til að byrja með
Matthías Vilhjálmsson leikur með Valerenga.
Matthías Vilhjálmsson leikur með Valerenga.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Norska úrvalsdeildin á að fara af stað 16. júní en hún mun hefjast með ansi óhefðbundnu sniði.

Liðunum verður skipt í hópa eftir því hvar í Noregi þau eru staðsett.

Liðin sem eru á sama svæði mætast innbyrðis í fyrstu sex umferðunum. Sem dæmi mun Íslendingaliðið Álasund leika tvisvar við Rosenborg í fyrstu sex umferðunum og tvisvar gegn ríkjandi meisturum í Molde.

Þetta er gert til að hindra það að smit berist milli landshluta en eftir fyrstu sex umferðirnar mun svo vera leikið milli svæða.

Margir Íslendingar spila í Noregi og þá er Jó­hann­es Harðar­son þjálfari Start sem komst upp úr B-deildinni á síðasta tímabili.

Svæði A: Rosenborg, Molde, Kristiansund, Álasund

Svæði B: Brann, Haugesund, Viking, Bodö/Glimt

Svæði C: Start, Odd, Sandefjord, Strömsgodset

Svæði D: Mjöndalen, Stabæk, Vålerenga, Sarpsborg 08
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner