fös 08. maí 2020 11:06
Elvar Geir Magnússon
Rætt um að aflýsa Þjóðadeildinni
Þjóðadeildarbikarinn.
Þjóðadeildarbikarinn.
Mynd: Getty Images
UEFA mun halda næsta fund sinn með aðildarlöndum á mánudaginn. Þá ætti framtíð Þjóðadeildarinnar að koma í ljós.

Rætt er um að keppninni verði mögulega aflýst að þessu sinni til að skapa pláss fyrir deildakeppnir Evrópu til að klárast.

Þjóðadeildin átti að hefjast í haust en Ísland er í riðli með Danmörku, Belgíu og Englandi.

John Cross, íþróttafréttamaður Mirror, segir að landsliðsfótbolti gæti verið settur í hlé þar til á næsta ári.

Evrópumót landsliða hefur verið fært aftur um eitt ár og verður spilað 2021.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner