Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 08. maí 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rick Parry: Þurfum að tryggja fjárhagslegt öryggi í neðri deildum
Mynd: Getty Images
Rick Parry, forseti enska deildasambandsins (EFL), viðurkennir að breytinga er þörf ef félög í neðri deildum eiga að lifa af fjárhagslega.

Parry, sem var eitt sinn framkvæmdastjóri Liverpool og formaður enska knattspyrnusambandsins, á þá ekki við um ástandið sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar, heldur fjárhagsástandið almennt.

Parry bendir á að félög í ensku úrvalsdeildinni fái 3 milljarða punda í sjónvarpstekjur á hverri leiktíð. Sömu félög greiða 2,9 milljarða í laun.

Til samanburðar greiða félög í neðri deildum enska boltans 1 milljarð í laun en fá ekki nema 100 milljónir í sjónvarpstekjur.

„Eitt sem er gott við ástandið í heiminum í dag er að knattspyrnuheimurinn gæti breyst til hins betra. Við þurfum að finna betra fyrirkomulag til að tryggja fjárhagslegt öryggi félaga í neðri deildum," sagði Parry.
Athugasemdir
banner
banner
banner