Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 08. maí 2020 10:49
Ívan Guðjón Baldursson
Son verðlaunaður í hernum - Getur snúið aftur til Englands
Son Heung-min var með fullkomna skotnýtingu í hernum.
Son Heung-min var með fullkomna skotnýtingu í hernum.
Mynd: Getty Images
Son Heung-min hefur lokið þriggja vikna herþjálfun sinni í Suður-Kóreu og getur því snúið aftur til Englands.

Son vann Asíuleikana með landsliði Suður-Kóreu 2018 og vann sér þannig inn leyfi til að sleppa hefðbundinni herskyldu sem varir í tæp tvö ár.

Þess í stað þurfti hann að ljúka þessu grunnnámskeiði, auk þess að þurfa að skila inn 544 klukkustundum af sjálfboðaliðastarfi á næstu þremur árum.

Son stóð sig vel í þjálfuninni og hlaut Pilseung verðlaunin fyrir að vera meðal einkunnahæstu hermanna í 157 manna hópi. Sky Sports greinir frá því að skotnýting hans hafi verið fullkomin.

Son mun líklega þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví þegar hann snýr aftur til Englands. Stefnt er að hefja úrvalsdeildartímabilið að nýju í seinni hluta júní.
Athugasemdir
banner
banner