Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fös 08. maí 2020 12:42
Elvar Geir Magnússon
Spánverjar ætla að leyfa fimm skiptingar og stærri hópa
Mynd: Getty Images
Spænskir fjölmiðlar segja að áætlað sé að spænska deildin, La Liga, fari aftur af stað 20. júní og klárist 26. júlí. Leika á tvo leiki í viku.

Spænsk fótboltayfirvöld hyggjast leyfa fimm skiptingar á lið og að leikdagshóparnir séu skipaðir 23 leikmönnum en ekki 18 eins og áður.

Þá á að vera vatnshlé í hvorum hálfleik.

Þessar hugmyndir komu upp til að minnka meiðslahættu þegar mikið leikjaálag fer skyndilega af stað eftir hlé.

Leikmenn í spænsku deildinni eru byrjaðir að æfa en um er að ræða einstaklingsæfingar.
Athugasemdir
banner
banner