lau 08. júní 2019 18:57
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: KFR vann suðurlandsslaginn - Samherjar skoruðu fimm
KFR vann suðurlandsslaginn gegn KFS
KFR vann suðurlandsslaginn gegn KFS
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Brynjar Logi Magnússon fyrirliði samherja skoraði fjórða mark leiksins í dag.
Brynjar Logi Magnússon fyrirliði samherja skoraði fjórða mark leiksins í dag.
Mynd: Magnús Valur Böðvarsson
Það fóru tveir leikir fram í íslenska boltanum í dag og voru þeir báðir í 4. deildinni.

Í A-riðli rúlluðu Samherjar yfir Ísbjörninn á meðan KFR vann suðurlandsslaginn gegn KFS í Vestmannaeyjum.

Heimamenn komust yfir með marki frá Guðlaugi Gísla Guðmundssyni en Hjörvar Sigurðsson jafnaði úr vítaspyrnu. Przemyslaw Bielawski kom Rangæingum svo yfir rétt fyrir leikhlé, staðan 1-2.

Helgi Ármannsson tvöfaldaði forystuna eftir leikhlé og minnkaði Eyþór Daði Kjartansson muninn á 65. mínútu.

Hart var barist en á endanum voru það gestirnir sem potuðu inn næsta marki. Hjörvar skoraði aftur af punktinum og tryggði sigurinn.

KFR jafnaði Elliða á toppi D-riðilsins með sigrinum. Bæði lið eru með 10 stig eftir 4 umferðir.

Í A-riðli eru Samherjar með 6 stig á meðan Ísbjörninn er stigalaus á botninum, með -18 í markatölu eftir 4 umferðir.

A-riðill:
Ísbjörninn 1 - 5 Samherjar
0-1 Hreggviður Heiðberg Gunnarsson (4')
0-2 Karol Walejko (8')
0-3 Brynjar Logi Magnússon (55')
0-4 Heiðar Örn Rúnarsson (70')
0-5 Baldvin Ingvason (71')
1-5 Markaskorara vantar (85')

D-riðill:
KFS 2 - 4 KFR
1-0 Guðlaugur Gísli Guðmundsson ('15)
1-1 Hjörvar Sigurðsson ('29, víti)
1-2 Przemyslaw Bielawski ('45)
1-3 Helgi Ármannsson ('53)
2-3 Eyþór Daði Kjartansson ('65)
2-4 Hjörvar Sigurðsson ('78, víti)
Athugasemdir
banner
banner