Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 08. júní 2019 17:49
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Frakkar heimsækja Tyrki
Mynd: Getty Images
Joshua Kimmich byrjar í holunni fyrir aftan Marco Reus.
Joshua Kimmich byrjar í holunni fyrir aftan Marco Reus.
Mynd: Getty Images
Það eru fimm leikir sem eiga eftir að spilast í undankeppni fyrir EM 2020 í dag. Öll byrjunarlið hafa verið tilkynnt og má sjá þau helstu hér fyrir neðan.

Við byrjum á byrjunarliðunum hjá Tyrkjum og Frökkum sem eru, ásamt Íslandi, í toppbaráttu H-riðils. Bæði lið eru með sex stig eftir tvær umferðir.

Liðin hafa mæst þrisvar sinnum á þessari öld og hafa Frakkar alltaf haft betur. Bestu úrslit fyrir okkur Íslendinga eru franskur sigur, þá er framundan barátta við Tyrkland um 2. sæti riðilsins sem veitir þátttökurétt á EM.

Cengiz Ünder og Burak Yilmaz eru í byrjunarliði Tyrkja en ekkert pláss er fyrir menn á borð við Hakan Calhanoglu, Caglar Soyuncu og Oguzhan Ozyakup.

Heimsmeistararnir tefla sínu hefðbundna byrjunarliði, nema að Lucas Digne og Moussa Sissoko koma inn eftir frábært tímabil í enska boltanum.

Didier Deschamps hefur lengi verið í vandræðum með bakvarðarstöðuna vinstra megin og Digne fullkominn í hana. SIssoko kemur inn í liðið til að fylla í skarð N'Golo Kante sem er meiddur.

Tyrkland: Gunok, Celik, Aythan, Demiral, Kaldirim, Tekdemir, Tokoz, Ünder, Kahveci, Karaman, Yilmaz

Frakkland: Lloris, Pavard, Varane, Umtiti, Digne, Matuidi, Sissoko, Pogba, Mbappe, Griezmann, Giroud

Þýskaland á útileik við Hvíta-Rússland og er þetta talinn skyldusigur fyrir lærlinga Joachim Löw sem brugðust þjóð sinni á HM í fyrra.

Löw hefur breytt liðinu umtalsvert og notar hann Joshua Kimmich til að mynda í holunni fyrir aftan Marco Reus sem er fremsti maður.

Þýskaland: Neuer, Tah, Ginter, Süle, Schulz, Klostermann, Gündogan, Gnabry, Kimmich, Sane, Reus.

Ítalía heimsækir Grikkland í hörkuleik. Ítalir eru með sex stig eftir tvær umferðir og Grikkir fjögur stig.

Landsliðsval Roberto Mancini kemur ekki sérlega á óvart og eru tveir leikmenn Chelsea í byrjunarliðinu. Emerson Palmieri byrjar í bakverðinum og er Jorginho á miðjunni.

Andrea Belotti, sóknarmaður Torino, byrjar fremstur og er Salvatore Sirigu í markinu í fjarveru Gianluigi Donnarumma.

Ítalía: Sirigu, Florenzi, Bonucci, Chiellini, Emerson, Barella, Jorginho, Verratti, Chiesa, Insigne, Belotti

Belgía á leik við Kasakstan og teflir fram sínu hefðbundna liði, með Hazard-bræðurna á vinstri kanti. Ekki er pláss fyrir Youri Tielemans í byrjunarliðinu, enda Kevin De Bruyne og Axel Witsel á miðjunni.

Belgía: Courtois, Alderweireld, Kompany, Vertonghen, Castagne, Witsel, De Bruyne, T. Hazard, Mertens, E. Hazard, Lukaku
Athugasemdir
banner
banner