Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 08. júní 2019 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Deschamps: Blaut tuska í andlitið
Mynd: Getty Images
Franska landsliðið átti skelfilegan leik gegn Tyrklandi fyrr í kvöld. Liðin mættust í Tyrklandi í 3. umferð undankeppni EM 2020.

Búist var við frönskum sigri enda ríkjandi heimsmeistarar með stjörnum prýtt lið, en svo varð ekki.

Frakkar áttu fjórar marktilraunir í leiknum og fór ekki eitt skot á rammann. Tyrkir verðskulduðu sigurinn og hefðu getað unnið stærra.

„Það er ekkert jákvætt sem við getum tekið með okkur úr þessum leik," sagði Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka.

„Við erum heimsmeistarar og mættum ekki hingað með rétt hugarfar. Þetta er blaut tuska í andlitið."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner