Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 08. júní 2019 19:17
Ívan Guðjón Baldursson
Djenepo til Southampton fyrir 15 milljónir - Vantar atvinnuleyfi
Mynd: Getty Images
Moussa Djenepo stóðst læknisskoðun hjá Southamtpon í dag og er því næstum allt klárt svo hann geti gengið til liðs við félagið.

Southampton borgar 15 milljónir punda fyrir kantmanninn sem á 21. árs afmæli eftir viku.

Djenepo kemur frá Standard Liege og þykir gífurlega mikið efni. Hann á 8 A-landsleiki að baki fyrir landslið Malí og var burðarstólpur í U20 liðinu. Hann fékk þó ekki að fara með á HM U20 sökum aldurs.

Ungstirnið getur gengið í raðir Southampton um leið og hann fær atvinnuleyfi á Englandi, sem ætti ekki að vera mikið vandamál þrátt fyrir nokkuð strangar reglur.

Djenepo verður fyrsti leikmaðurinn sem Ralph Hasenhüttl kaupir til félagsins frá því að hann tók við í desember. Stjórinn hefur sjálfur sagt að þetta verður erfitt sumar fyrir Southampton vegna peningaskorts.
Athugasemdir
banner
banner