Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 08. júní 2019 15:00
Egill Sigfússon
Einkunnir Íslands - Jóhann Berg bestur
Icelandair
Jóhann Berg fagnar sigurmarki Íslands í dag
Jóhann Berg fagnar sigurmarki Íslands í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland lék sinn fyrsta heimaleik í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í dag gegn Albaníu og unnu góðan 1-0 sigur.

Hér eru einkunnir Íslands í dag.

Hannes Þór Halldórsson 6
Oft verið meira að gera hjá Hannesi, öruggur í sínum aðgerðum í þau fáu skipti sem hann þurfti að gera eitthvað.

Hjörtur Hermannsson 7
Hjörtur var að spila sinn fyrsta keppnisleik fyrir Íslands hönd og stóð sig vel, traustur varnarlega en ekki mikið með í sóknarleik liðsins.

Ragnar Sigurðsson 7
Raggi var mjög góður í dag, stöðvaði ófáar sóknir með góðum tæklingum og sá til þess að við héldum hreinu í dag.

Kári Árnason 7
Kári og Raggi, eins og flís við rass þetta combó! Kári stangaði allt frá sem stanga þurfti frá og kom sér í tvö mjög góð færi. Hefði mátt skora eitt í dag.

Ari Freyr Skúlason 6
Hafði lítið að gera, þegar hann þurfti að vinna boltann eða taka þátt í sókninni leysti hann það vel.

Aron Einar Gunnarsson 7
Fyrirliðinn er alltaf traustur, vann boltann vel og kom honum vel frá sér auk þess sem hann öskraði liðið til sigurs í dag. Virtist vera orðinn þreyttur í lokin en harkaði áfram til leiksloka.

Birkir Bjarnason 7
Flottur leikur hjá Birki í dag, sótti mikið í fyrri hálfleik upp vinstri kantinn þrátt fyrir að vera á miðjunni og gerði það vel. Lagði upp markið fyrir Jóa með góðri sendingu þótt Jói hafi vissulega átt eftir að gera helling.

Gylfi Þór Sigurðsson 8
Gylfi sýndi það enn og aftur í dag að hann er einn allra besti leikmaður sem Ísland hefur átt. Missti nánast aldrei boltann sama hvað margir voru í honum og vann ótrúlega vel allan leikinn, vann boltann trekk í trekk.

Jóhann Berg Guðmundsson 8 Maður leiksins
Jói skoraði frábært mark sem kom okkur yfir í dag, sólaði menn upp úr skónum og skoraði. Sýndi hversu mikil gæði búa í honum.

Viðar Örn Kjartansson 6
Viðar komst aldrei í takt við leikinn í dag, fékk ekki úr miklu að moða og fékk engin færi í dag.

Rúnar Már Sigurjónsson 6
Rúnar var að spila á kantinum í dag og var ekki mikil ógn af honum, er miðjumaður að upplagi og það sást í dag. Öruggur á boltann þegar hann þurfti að halda bolta.

Varamenn:
Arnór Ingvi Traustason 6
Kom inná í byrjun seinni fyrir Jóa og gerði ágætlega í leiknum, hélt bolta vel.

Kolbeinn Sigþórsson 6
Kolbeinn kom inná í dag og átti fína innkomu, vann alla skallabolta, hélt bolta vel og komst í eitt gott færi sem var vel varið.
Arnór Sigurðsson spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner