Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 08. júní 2019 16:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hamren: Erum allir að gera þetta saman
Icelandair
Erik Hamren.
Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari, í viðtali við RÚV eftir 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM í dag.

„Ég var búinn að segja að þetta yrði jafn leikur vegna þess að Albanía er sterkt lið og þeir sýndu það í dag. Fyrsta markið er mjög mikilvægt í svona leik og við fengum það."

„Við vörðumst vel eftir markið og unnum mörg einvígi."

„Það var mikilvægt að fá þrjú stig í dag. Við ætlum okkur að ná í sex stig og við erum komnir með þrjú - góð byrjun. Núna getum við notið kvöldsins saman. Við byrjum að einbeita okkur fyrir Tyrkland á morgun."

„Svo lengi sem við vinnum og höldum hreinu þá er ég ánægður. Ég er ánægður með leikmennina sem byrjuðu, ég er ánægður með þá sem komu inn og ánægður með þá sem spiluðu ekki. Þeir eru mjög mikilvægir fyrir liðið því við erum allir að gera þetta saman."
Athugasemdir
banner
banner
banner