Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 08. júní 2019 15:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli: Af hverju getum við ekki bara verið stolt af því?
Icelandair
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í dag.

Íslenska liðið bauð ekki upp upp á neinn 'tiki-taka' fótbolta í leiknum en gerði sitt vel og vann leikinn.

„Við vinnum leikinn 1-0, gefum ekkert færi á okkur og tökum þessi þrjú stig sem voru í boði. Af hverju getum við ekki bara verið stolt af því?" sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir sigurinn. Hann var sérfræðingur á RÚV í kringum leikinn.

„Næsti leikur er á móti Tyrkjum. Við þurfum að gera það nákvæmlega sama þar. Við græðum ekkert á því að vera að spila einhvern glansbolta og fá ekkert út úr leikjunum. Við þurfum að fá þetta aftur inn í liðið, fá þetta aftur inn í hópinn, þar sem allir eru klárir í þetta og vilja halda markinu hreinu. Það gefur okkur svo mikla möguleika."

„Ég ætla að hæla strákunum fyrir þessa frammistöðu þó svo að Jói Berg, Aron, Birkir Bjarna og Gylfi geti oft á tíðum gert betur á boltanum. En þeir héldu alltaf áfram og ákváðu það allir sem einn að Albanía var ekkert að fara að skora í dag," sagði Jói Kalli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner