Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 08. júní 2019 17:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Réðu oft á tíðum ekkert við Kolbein"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður á 63. mínútu þegar Ísland vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM í dag.

Kolbeinn átti flotta innkomu og komst nálægt því að skora undir lok leiksins.

Valið á Kolbeini í landsliðshópinn var mjög umdeilt þar sem hann hefur lítið spilað á síðustu árum vegna meiðsla. Sérfræðingur RÚV í kringum leikinn, fyrrum landsliðsmennirnir Jóhannes Karl Guðjónsson og Pétur Marteinsson voru mjög hrifnir af Kolbeini í leiknum.

„Hann var virkilega flottur. Hann leiddi línuna vel, vann mikið af skallaboltum og hafsentarnir hjá Albaníu réðu oft á tíðum ekkert við hann. Hann gaf okkur tíma til þess að halda boltanum ofar á vellinum þegar leið á leikinn. Góð innkoma hjá honum," sagði Jóhannes Karl.

„Við sjáum það þegar hann kemur inn á að hann gefur liðinu aðra vídd. Hann vinnur allt í loftinu, hann er gríðarlega sterkur, algjört naut þarna frammi. Í varnarvinnunni setur hann stöðugt pressu þannig að boltarnir sem eru að koma fram hjá Albaníu, þeir voru lélegir," sagði Pétur.
Kolbeinn Sigþórs: Ég elska að spila fyrir Ísland
Athugasemdir
banner
banner