Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 08. júní 2019 10:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sarri til Juve - Skiptidílar fyrir Pogba
Powerade
Real Madrid er sagt skoða það að skipta leikmönnum fyrir Paul Pogba.
Real Madrid er sagt skoða það að skipta leikmönnum fyrir Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Sarri er að taka við Juventus.
Sarri er að taka við Juventus.
Mynd: Getty Images
Eriksen er orðaður við Real Madrid.
Eriksen er orðaður við Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Eden Hazard var mikið í slúðrinu undanfarna mánuði og undanfarin ár. Félagaskipti hans frá Chelsea til Real Madrid voru loksins staðfest í gær. Hér kemur slúðurpakki dagsins.

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, skrifar undir þriggja ára samning við Juventus í næstu viku. (Guardian)

Real Madrid gæti valið að kaupa Christian Eriksen (27) frá Tottenham frekar en Paul Pogba (26) frá Manchester United. Það væri auðveldara fyrir Real að fá Eriksen. (Independent)

En Real gæti reynt að fá Pogba með það í huga að United sé tilbúið að taka við Gareth Bale (29) í staðinn. (Mirror)

Í öðrum hugsanlegum skiptidíl, gæti Real Madrid reynt að senda James Rodriguez (27) sem hluta af kaupum á Paul Pogba. (Star)

Umboðsmaðurinn Mino Raiola, sem er með skjólstæðinga á borð við Matthijs de Ligt og Paul Pogba, gæti fengið þriggja mánaða banninu sem hann var dæmdur í á dögunum, aflétt. (Mail)

Manchester United er að skoða það að fá Eric Dier (25) frá Tottenham. (Times)

Barcelona hefur neitað því að félagið ætli að reyna að fá Gianluigi Buffon (41) í sumar. Markvörðurinn yfirgaf nýlega Paris Saint-Germain. (Mundo Deportivo)

Buffon vill enda ferilinn á því að vinna ólympíugull með Ítalíu í Tókýó 2020. (Gazzetta dello Sport)

Unai Emery, stjóri Arsenal, er að reyna að sannfæra Thomas Meunier (27), bakvörð Paris Saint-Germain, um að ganga í raðir Arsenal. (Star)

Barcelona mun snúa sér að Marcus Rashford (21), sóknarmanni Manchester United, ef félaginu mistekst að fá Antoine Griezmann (28) eða Neymar (27). (Mail)

Atletico Madrid vill fá bakvörðinn Marcos Alonso (28) frá Chelsea. (Goal)

Tottenham er að íhuga að kaupa Tanguy Ndombele (22), miðjumann Lyon á 50 milljónir punda. Honum hefur verið líkt við N'Golo Kante og er einnig á óskalista Manchester United. (Sun)

Liverpool mun berjast við Tottenham og Manchester United um Bruno Fernandes (24), miðjumann Sporting Lissabon. (Record)

Nicolas Pepe (24), kantmaður Lille, mun hafna að fara í ensku úrvalsdeildina og ganga í raðir Bayern München í Þýskalandi. (Sun)

Arsenal hefur verið sagt að félagið þurfi að borga 44 milljónir punda ef það vill fá varnarmanninn Joachim Andersen (25) og miðjumanninn Dennis Praet (25) frá Sampdoria. (Star)

West Ham og Arsenal hafa bæði áhuga á miðjumanninum Joan Jordan (24). Hann leikur með Eibar á Spáni. (Marca)

West Ham hefur einnig áhuga á Isaac Hayden (24), miðjumanni Newcastle. (Star)

Everton ætlar að berjast við Arsenal um varnarmanninn Djene Dakonam (27) sem leikur með spænska úrvalsdeildarfélaginu Getafe. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner
banner