lau 08. júní 2019 20:31
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Oviedo missti af umspilssæti
Diego var ekki í leikmannahópi. Hann gæti verið meiddur eftir að hafa verið tekinn útaf á 85. mínútu í síðustu umferð.
Diego var ekki í leikmannahópi. Hann gæti verið meiddur eftir að hafa verið tekinn útaf á 85. mínútu í síðustu umferð.
Mynd: Getty Images
Osasuna 1 - 0 Real Oviedo
1-0 Xisco ('68)

Real Oviedo missti af umspilssæti með 1-0 tapi gegn toppliði Osasuna fyrr í kvöld. Liðin mættust í síðustu umferð spænsku B-deildarinnar.

Diego Jóhannesson Pando, sem er fastamaður í byrjunarliði Real Oviedo og skoraði í síðasta leik, var ekki í leikmannahópinum í dag.

Oviedo átti ekki mikla möguleika á að komast í umspilssæti og þurfti að treysta á tap hjá Deportivo La Coruna til að stela sætinu þeirra.

Leikurinn gegn Osasuna var nokkuð jafn en gæðamunur liðanna var augljós og verðskulduðu heimamenn sigurinn. Xisco gerði eina mark leiksins á 68. mínútu.

Osasuna vann deildina með 8 stigum og fer því beint upp í La Liga, ásamt Granada sem endaði í 2. sæti.

Malaga, Albacete, Mallorca og Deportivo La Coruna fara í umspil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner