Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 08. júní 2019 17:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Albaníu sagði sigur Íslands óverðskuldaðan
Icelandair
Reja ræðir við Bobby Madden, dómara, eftir leikinn.
Reja ræðir við Bobby Madden, dómara, eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gamli refurinn Edoardo Reja var ekkert rosalega sáttur eftir 1-0 tapið gegn Íslandi í undankeppni EM í dag.

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleiknum. Strákarnir okkar vörðust vel eftir það og lönduðu góðum og mikilvægum sigri.

„Leikplan okkar gekk upp fyrir markið. Við verðskulduðum meira en Ísland," sagði svekktur Reja eftir leikinn, en Vísir segir frá.

Eins og áður segir þá skoraði Jóhann Berg eina mark leiksins. Markið skoraði hann eftir að hann prjónaði sig fram hjá þremur varnarmönnum Albaníu.

„Við gerðum hræðileg mistök í vörninni. Það var alltaf líklegt að liðið sem skoraði á undan myndi vinna leikinn. Þetta var óverðskuldaður sigur," sagði hinn 73 ára gamli Reja.

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn og smelltu hér til að sjá sigurmark Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner