Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 08. júní 2019 21:22
Ívan Guðjón Baldursson
Þjálfari Svartfellinga rekinn fyrir að mæta ekki til leiks
Mynd: Getty Images
Ljubisa Tumbakovic hefur verið rekinn úr stöðu sinni sem þjálfari Svartfjallalands fyrir að mæta ekki á leik liðsins gegn Kosóvó í undankeppni EM.

Tumbakovic hafi verið smeykur við að mæta á leikinn vegna fyrirmæla frá serbnesku ríkisstjórninni, sem viðurkennir ekki Kosóvó sem sjálfstæða þjóð.

Filip Stojkovic og Mirko Ivanic, sem eru fæddir í Serbíu en leika fyrir Svartfjallaland, tóku heldur ekki þátt í verkefninu. Þess ber að geta að leikurinn fór fram í Svartfjallalandi.

„Framkvæmdaráð var samróma í ákvörðun sinni um að láta Tumbakovic fara eftir að hann ákvað að stýra ekki landsliðinu gegn Kosóvó," segir í yfirlýsingu frá knattspyrnusambandi Svartfellinga.

„Þessi ákvörðun hans kom okkur á óvart og brýtur á samningi hans við landsliðið."

Knattspyrnusambandið tjáði sig einnig um leikmennina tvo sem gáfu ekki kost á sér í leikinn gegn Kosóvó.

„Hlutir sem hafa ekkert skylt við íþróttir unnu í þetta skiptið. Fótboltinn tapaði."

Svartfjallaland gerði 1-1 jafntefli við Kosóvó og er með tvö stig eftir þrjár fyrstu umferðir riðlakeppninnar.

Næsti leikur liðsins er á útivelli gegn Tékklandi á mánudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner