Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 08. júní 2019 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Umtiti ætlar ekki að yfirgefa Barcelona
Umtiti er 25 ára og kom aðeins við sögu í 14 leikjum á nýliðnu tímabili.
Umtiti er 25 ára og kom aðeins við sögu í 14 leikjum á nýliðnu tímabili.
Mynd: Getty Images
Franski varnarmaðurinn Samuel Umtiti hefur verið orðaður við Arsenal og Manchester United undanfarnar vikur en hann segist ekki hafa neinn áhuga á að yfirgefa Barcelona.

Umtiti var spurður út í framtíð sína og landsliðsfélaga sins Antoine Griezmann fyrir leik Frakka gegn Tyrklandi. Báðir eru í byrjunarliðinu en Tyrkir leiða 2-0 í hálfleik.

„Ég er samningsbundinn Barcelona. Þó ég hafi átt erfitt tímabil þá þýðir það ekki að ég sé á leið burt frá félaginu. Ég mun vera hjá Barcelona á næsta tímabili," sagði Umtiti og svaraði svo spurningu um Griezmann, sem hefur verið orðaður við Barcelona lengi.

„Sannleikurinn er sá að ég hef aldrei heyrt talað um Griezmann í klefanum. Það hefur gerst einhvern dag sem ég var ekki þarna!"

Griezmann er búinn að tilkynna Atletico Madrid að hann vilji yfirgefa félagið en ekki er ljóst hvort Barca tími að kaupa framherjann, enda rándýr.
Athugasemdir
banner
banner