Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 08. júní 2019 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður Jói Berg klár í slaginn gegn Tyrklandi?
Icelandair
Jóhann Berg í leiknum í dag. Hann spilaði 55 mínútur.
Jóhann Berg í leiknum í dag. Hann spilaði 55 mínútur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði sigurmarkið og var hetja Íslands í 1-0 sigri gegn Albaníu í undankeppni EM í dag.

Markið skoraði Jóhann Berg eftir að hafa prjónað sig fram hjá þremur varnarmönnum Albaníu.

Smelltu hér til að sjá markið.

Jóhann Berg fór af velli þegar um 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Meiðsli hafa verið að stríða Jóhanni og spurning hvort hann verði tilbúinn gegn Tyrklandi á þriðjudag.

„Auðvitað er ég ekki í nógu góðu standi og það er frekar þreytt að vera ekki 100%. Ég byrjaði allavega þennan leik og náði 55 mínútum. Vonandi næ ég svipað eða meira á þriðjudaginn. Ég væri auðvitað til í að vera í betra standi," sagði Jóhann Berg eftir leikinn í dag.

Getur hann byrjað á móti Tyrklandi á þriðjudagskvöld?

„Ég veit það ekki alveg. Ég þurfti að fara út af því ég var ekki nógu góður í dag. Ég er bjartsýnn á það að sjúkrateymið púsli mér saman."
Jóhann Berg: Ekki alltaf fallegt í fótbolta
Athugasemdir
banner
banner