Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 08. júní 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hefði hjálpað að fá mömmuknús inn á milli"
Icelandair
Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari landsliðsins, og Rúnar Alex ræða saman.
Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari landsliðsins, og Rúnar Alex ræða saman.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður íslenska landsliðsins, var á blaðamannafundi á sunnudag.

Sjá einnig:
Rúnar svekktur að hafa ekki spilað meira en „alltaf faglegt val"
Rúnar Alex: Töluvert sterkari eftir þetta tímabil

Af leikmönnum íslenska landsliðsins er Rúnar í stærsta félagsliðinu. Hann er á mála hjá Arsenal á Englandi. Hann fékk því skiljanlega margar spurningar tengdar því.

Ein af þeim sneri að lífinu í London. Útgöngubann hefur verið í Bretlandi og Rúnar Alex ekki mikið fengið að kynnast borginni. Hann hefur þá ekki fengið að hitta fjölskyldu sína frá því hann gekk í raðir Arsenal út af kórónuveirufaraldrinum.

„Þetta var bara rosalega skrýtið ár og tímabil. Ég er ekki ennþá búinn að hitta mömmu mína, systur eða ömmu og afa frá því í maí eða júní í fyrra. Ég hef ekki hitt fjölskyldu og bestu vini mína. Andlega hefur þetta tekið á. Til þess að spila sem best innan vallar þá þarf þér að líða vel utan vallar, ekki það að mér hafi liðið illa. Það hefði hjálpað að fá mömmuknús inn á milli, eða fara inn til London og fá sér kaffibolla eða út að borða. Gera eitthvað til að brjóta upp daginn og hætta að hugsa um fótbolta," sagði Rúnar á blaðamannafundinum.

„Ég var með fjölskylduna mína, dóttur mína og hundinn. Ég hef eitthvað að gera. Maður fattar það á svona tímum hvað lífið utan vallar skiptir miklu máli," sagði Rúnar jafnframt.

Rúnar er í líklegu byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Póllandi í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner