Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 08. júlí 2018 17:30
Gunnar Logi Gylfason
Dele Alli segir enska landsliðið vera að þjappa ensku þjóðinni saman
Mynd: Getty Images
Dele Alli skoraði annað mark Englendinga er þeir unnu Svía 2-0 í 8-liða úrslitunum á Heimsmeistaramótinu í gær.

Leikmaðurinn ungi var tekinn tali af fréttamanni Sky Sports í göngutúr í gær.

„Við höfum verið að spila vel, við erum að læra og við njótum þess allir. Við höfum séð myndböndin frá Englandi og það lítur út fyrir að þjóðin er raunverulega að þjappa sér saman og við erum ánægðir með að geta haft þau áhrif," sagði Alli.

Englendingar mæta Króötum í undanúrslitunum en leikurinn fer fram á miðvikudaginn.
Athugasemdir
banner
banner