sun 08. júlí 2018 07:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Deschamps létt að Pogba hafi ekki misst stjórn á skapi sínu
Það fauk í Paul Pogba í gær.
Það fauk í Paul Pogba í gær.
Mynd: Getty Images
Didier Deschamps sagði eftir sigurleik Frakklands gegn Úrúgvæ að hann hafi verið ánægður með að enginn leikmanna sinna hafi lent í banni.

Eftir að Antoine Griezmann skoraði annað mark Frakklands lenti Mbappe í atviki ásamt Christian Rodriguez þar sem ganga þurfti á milli manna og róa þá niður. Það var allt á suðupunkti en Deschamps ákvað að taka Pogba til hliðar og ræða við hann.

Í sambandi við Paul, mönnum varð heitt í hamsi og ég hafði í huga að hann væri á gulu spjaldi. Ég vildi ekki að hann missti stjórn á sér og fá annað gult,” sagði Deschamps.

Ég sagði við leikmennina að ef við kæmumst áfram og að þeir fái gul spjöld fyrir eitthvað annað en brot eins og til dæmis handahreyfingar eða vegna viðhorfs þeirra. Það væri algjör óþarfi.”

Þú getur talað við dómarann en þú getur ekki verið ögrandi og þú getur ekki fallið fyrir ögrandi hegðun andstæðingsins. Ég vildi alveg klárlega ekki að hann fengi annað spjald.”

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner