Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 08. júlí 2018 09:15
Ingólfur Páll Ingólfsson
Ibrahimovic tapaði veðmálinu við Beckham
Ibrahimovic mun þurfa að skella sér í hvítu treyjuna.
Ibrahimovic mun þurfa að skella sér í hvítu treyjuna.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic er á leiðinni á Wembley til þess að horfa á England spila í nálægri framtíð eftir að hafa tapað veðmáli við sinn fyrrum liðsfélaga, David Beckham.

Þeir félagar veðjuðu á leik Englands og Svíþjóðar í gær. England sigraði sem þýðir að Zlatan þarf að mæta á völlinn í landsliðstreyju enska liðsins og borða fisk og franskar á meðan leiknum stendur.

Hefði Svíþjóð sigrað hefði Zlatan farið með Beckham í Ikea þar sem hann hefði mátt kaupa sér hluti að vild. England bókaði sér hinsvegar sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í fyrsta skipti síðan 1990.

Ibrahimovic staðfesti á Twitter að hann myndi taka veðmálinu. Það verður gaman að sjá þá félaga í stúkunni, vonandi að þeir félagar haldi áfram að veðja á leiki í framtíðinni en umræða þeirra fékk mikla athygli í aðdraganda leiksins.




Athugasemdir
banner