banner
   sun 08. júlí 2018 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Enskir stuðningsmenn fögnuðu í IKEA
England vann Svíþjóð í gær.
England vann Svíþjóð í gær.
Mynd: Getty Images
England hafði betur gegn Svíþjóð í 8-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í fótbolta í gær. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Englendinga.

Enskir stuðningsmenn eru gríðarlega ánægðir með liðið. Það er ekki á hverjum degi sem England kemst svona langt í stórmóti.

Sigrinum í gær var vel fagnað, bæði í Rússlandi og heima fyrir, í Englandi.

Í Stratford í Austur-London ákvað fjöldi stuðningsmanna að gera sér ferð í IKEA, sem er sænskur verslunarrisi. IKEA er stærsti húsgagnaframleiðandi heimsins.

Stuðningsmennirnir hoppuðu á rúmum og sungu ‘Football’s Coming Home’ við, að því virðist, litla ánægju starfsfólks.

Myndband er hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner