Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. júlí 2018 22:30
Gunnar Logi Gylfason
Stoppuðu Messi og Eriksen - Kane næstur
Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu
Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Króatía mætir Englandi í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í Rússlandi á miðvikudaginn.

Króatía hefur unnið bæði Argentínu og Danmörku þar sem stórstjörnurnar Lionel Messi og Christian Eriksen leika og aðeins fengið á sig eitt mark í þeim leikjum. Því er Zlatko Dalic, þjálfari Króata, bjartsýnn á að liðinu takist að halda Harry Kane niðri í næsta leik.

„Þetta verður mjög erfitt, hann er topp markaskorari og besti leikmaður Englands, ásamt Sterling," sagði Dalic á fréttamannafundi í dag.

„Dejan Lovren þekkir hann og spilar mjög vel við hlið Domagoj Vida svo ég er ekki áhyggjufullur um að okkur takist að stöðva ensku leikmenninga - við stoppuðum Messi og Eriksen og við munum reyna að gera það sama gegn Kane."

Mikið hefur verið talað um að leið Englands í undanúrslitin hafi verið nokkuð greið en liðið hefur unnið Túnis, Panama, Kólumbíu og Svíþjóð auk þess að tapa gegn Belgíu.

Dalic er þó ekki sammála því: „ég tel England ekki hafa spilað gegn auðveldum andstæðingum, þeir létu það líta auðveldlega út. Það er munurinn. Þeir eru ungir og hafa mikla hæfileika. Þeir spila hratt og af mikilli ákefð og eru mjög hættulegir í föstum leikatriðum. England hefur enga raunverulega veikleika," sagði Dalic að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner