Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 08. júlí 2019 18:36
Brynjar Ingi Erluson
Afríkukeppnin: Zaha hetja Fílabeinsstrandarinnar
Wilfried Zaha kom sínum mönnum í 8-liða úrslitin
Wilfried Zaha kom sínum mönnum í 8-liða úrslitin
Mynd: Getty Images
Malí 0 - 1 Fílabeinsströndin
0-1 Wilfried Zaha ('76 )

Fílabeinsströndin tryggði sæti sitt í 8-liða úrslitum Afríkukeppninnar með því að vinna Malí, 1-0.

Malí hefur leikið glimrandi vel á mótinu og vann E-riðil á meðan Fílabeinsströndin hafnað í 2. sæti D-riðils.

Malí var töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik og skapaði sér nokkur marktækifæri. Það var hins vegar þreyta í liðinu í þeim síðari og Fílabeinsströndin nýtti sér það.

Wilfried Zaha skoraði eina mark leiksins á 76. mínútu. Sylvain Gbohouo, markvörður Fílabeinsstrandarinnar sparkaði þá langt fram völlinn. Jonathan Kodija, leikmaður Aston Villa, náði að fleyta boltanum áfram á Zaha sem skoraði örugglega.

Malí sótti án afláts undir lok leiks en tókst þó ekki að jafna og 1-0 sigur Fílabeinsstrandarinnar staðreynd. Þeir mæta Alsír í 8-liða úrslitum á fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner