Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 08. júlí 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Benítez vill að Rondon fylgi sér til Kína
Mynd: Getty Images
Rafa Benítez, nýr stjóri Dalian Yifang, vill fá sóknarmanninn Salomon Rondon með sér til Kína.

Rafa og Rondon unnu saman hjá Newcastle á síðustu leiktíð. Rondon var þar í láni frá West Brom og skoraði hann 11 mörk í 32 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Samkvæmt Sky Sports þá stefnir Benitez á það að gera Rondon að sínum fyrstu kaupum í Kína. Talið er að 16 milljón punda riftunarákvæði sé í núgildandi samningi Rondon.

West Brom komst ekki aftur upp í ensku úrvalsdeildina og er ólíklegt að Rondon verði þar á næstu leiktíð.

Kínverska ofurdeildin hófst í mars og er Dalian í tíunda sæti eftir sigur í fyrsta leik Benitez á laugardag. Nú þegar eru tveir afar öflugir leikmenn hjá félaginu. Marek Hamsik og Yannick Carrasco, sem hefur meðal annars verið orðaður við Arsenal í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner