Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mán 08. júlí 2019 08:09
Magnús Már Einarsson
De Ligt búinn að ná samkomulagi við Juventus
Hinn 19 ára gamli De Ligt.
Hinn 19 ára gamli De Ligt.
Mynd: Getty Images
Matthijs de Ligt, varnarmaður Ajax, hefur náð samkomulagi við Juventus en þetta staðfesti Mino Raiola umboðsmaður hans í dag.

Samkomulagið hljóðar upp á 12 milljónir evra (10,8 milljónir punda) í árslaun eða um 230 þúsund pund í laun á viku.

Nú veltur það á Juventus og Ajax að komast að samkomulagi um kaupverð en hollenska félagið vill fá 75 milljónir evra (67,3 milljónir punda) fyrir De Ligt.

Juventus hefur hingað til ekki viljað bjóða meira en 55 milljónir evra (49,3 milljónir punda) plús 10 milljónir evra í bónusgreiðslur síðar meira.

„Matthijs hefur náð samkomulagi um persónuleg kjör við Juve. Við erum að bíða eftir að þeir klári að semja við Ajax fljótlega," sagði Raiola í dag.
Athugasemdir
banner
banner