Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 08. júlí 2019 12:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool að næla í Harvey Elliot
Mynd: Getty Images
Harvey Elliot, yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, er að ganga í raðir Liverpool. Þetta segir Sam Wallace á Telegraph og tekur Neil Jones, sem fjallar um Liverpool fyrir Goal, undir það.

Elliott, fæddur 2003, komst í sögubækurnar þegar hann kom inn af bekknum í 1-0 tapi Fulham gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í maí. Hann varð þar með yngsti leikmaður í sögu deildarinnar, aðeins 16 ára og 30 daga gamall.

Hann hafnaði samning við Fulham og voru mörg félög á eftir honum. Til að mynda Barcelona, Real Madrid og RB Leipzig. Liverpool virðist vera að vinna kapphlaupið um hann, en hann var mikill stuðningsmaður Liverpool þegar hann var yngri.

Liverpool mun þurfa að borga Fulham uppeldisbætur fyrir þennan 16 ára gamla leikmann.

Fulham leikur í Championship-deildinni á næsta tímabili eftir að hafa fallið úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Ef félagaskiptin ganga upp verður hann annar leikmaðurinn sem gengur í raðir Evrópumeistara Liverpool í sumar. Hinn leikmaðurinn var Sepp van der Berg, ungur hollenskur varnarmaður sem kom frá PEC Zwolle í Hollandi.



Athugasemdir
banner
banner
banner