Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 08. júlí 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mættur til AC Milan til að vinna Meistaradeildina
Mynd: Getty Images
AC Milan keypti nýlega bakvörðinn Theo Hernandez frá Real Madrid fyrir 20 milljónir evra.

Theo, sem er 21 árs, tókst ekki að vinna sér sæti í byrjunarliði Real og lék aðeins 23 leiki á tveimur árum. Hann segist vera mættur til Milan til að vinna Meistaradeildina.

„Ég er mjög spenntur og ánægður að ganga í raðir Milan," sagði hann í myndbandi sem var birt á Instagram-reikniningi AC Milan.

„Ég mun gera mitt besta fyrir félagið. AC Milan er frábært félag og ég er kominn hingað til að komast á topinn og vinna Meistaradeildina."

AC Milan tekur ekki þátt í Evrópudeildinni á komandi tímabili þátt fyrir að hafa unnið sér þátttökurétt í henni með því að enda í fimmta sæti í ítölsku A-deildinni.

Þetta er meðal þess sem er niðurstaðan í samkomulagi við UEFA vegna brota AC Milan á reglum um fjármál á árunum 2015-2018.

AC Milan vann Meistaradeildina síðast árið 2007.
Athugasemdir
banner
banner