Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 08. júlí 2019 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Manchester-slagur á Etihad-vellinum í 1. umferð
Steph Houghton fyrirliði Manchester City og enska landsliðsins.
Steph Houghton fyrirliði Manchester City og enska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Manchester City og Manchester United mætast í opnunarleik ensku kvennadeildarinnar þann 7. september næstkomandi.

Þetta verður í fyrsta sinn sem þessi nágrannalið mætast í efstu deild kvennaboltans í Englandi. Manchester United er með nýstofnað lið sem komst upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð.

Ákveðið hefur verið að leikurinn muni fara fram á Etihad-vellinum í Manchester.

Þar leikur karlalið Manchester City heimaleiki sína. Rúmlega 55 þúsund áhorfendur komast fyrir á vellinum. Kvennalið Manchester City leikur vanalega heimaleiki sína á velli sem rúmar 7000 áhorfendur.

Eftir góðan árangur Englands á HM í sumar hefur verið talað um það hvernig eigi að hjálpa kvennaboltanum að vaxa enn frekar í landinu. Eitt af því sem hefur komið upp er að hafa leiki á úrvalsdeildarleikvöngum.

Leikur Chelsea gegn Tottenham þann 8. september mun fara fram á Stamford Bridge.

Manchester City vann FA-bikarinn á síðasta ári en endaði í öðru sæti deildarinnar á eftir Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner