Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 08. júlí 2019 11:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Kristjáns: Væri sterkt að fá sóknarmann
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Staðan er býsna góð. Guðmann er orðinn fínn og Jákup er að verða betri og betri," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, á fréttamannafundi á Facebook-síðu FH fyrir leikinn gegn Víkingi í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Færeyski landsliðsmarkvörðurinn Gunnar Nielsen er búinn að vera frá vegna meiðsla síðustu vikurnar. Hann er byrjaður að æfa aftur og það er farið að styttast í hann.

Í síðustu leikjum hefur Daði Freyr Arnarsson komið inn í lið FH og staðið sig vel. Er hann farinn að setja pressu á Gunnar?

„Hann er búinn að vera í þessu handabroti, en það lítur allt vel. Hann er byrjaður að æfa með okkur og farinn að gera allt sem markvörður þarf að gera. Daði er búinn að standa sig vel og kannski engin ástæða til að henda honum út. Gunnar setur góða pressu á hann og það verður spennandi að fylgjast með því."

Félagaskiptaglugginn er opinn næstu vikurnar. Möguleiki er að Óli skoði það að fá inn leikmann sem getur styrkt sóknarleikinn.

„Ef menn svara ekki kallinu þá er ekkert óeðlilegt við það að menn fari að líta að kringum sig. Það væri sterkt að fá sóknarmann sem getur verið inn í teig og getur skorað mörk."

Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn í heild sinni.


Athugasemdir
banner
banner