Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 08. júlí 2019 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pedro vildi halda áfram með fimm manna vörn
Jeffs ákvað að breyta um kerfi.
Jeffs ákvað að breyta um kerfi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV breytti um leikkerfi þegar liðið mætti KR í Pepsi Max-deildinni á laugardag. Leikurinn endaði með 2-1 sigri KR.

Í sumar hefur liðið spilað með þriggja hafsenta kerfi, fimm manna vörn, en í leiknum á laugardag breytti Ian Jeffs í hinna hefðbundnu fjögurra manna vörn.

Honum fannst kominn tími á breytingar.

„Við vorum búnir að ræða þetta, ég og Pedro. Hann vildi halda áfram með fimm manna vörn, allti í lagi með það. En mér fannst kominn tími á að breyta til þar sem við erum búnir að fá á okkur tæplega 30 mörk með fimma manna vörn," sagði Jeffs.

„Mér fannst það ganga ágætlega," sagði hann um að spila með fjögurra manna vörn gegn KR.

Pedro Hipolito var látinn fara frá ÍBV í síðustu viku. Jeffs stýrði ÍBV gegn KR, en það mun skýrast á næstu dögum hvað gerist í þjálfaramálum liðsins.
Ian jeffs: Kemur í ljós hvað gerist eftir helgi
Athugasemdir
banner
banner