Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 08. júlí 2019 21:09
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-deildin: Fyrsti deildarsigur FH í tæpa tvo mánuði
Unnu síðast Íslandsmeistarana í Krikanum
Brandur Olsen skoraði úr aukaspyrnu
Brandur Olsen skoraði úr aukaspyrnu
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH 1 - 0 Víkingur R.
1-0 Brandur Olsen ('78 )

FH vann mikilvægan 1-0 sigur á Víking R. í 12. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Kári Árnason var í byrjunarliði Víkings en fimmtán eru frá því hann lék síðast með liðinu.

Víkingar voru afar öflugir í fyrri hálfleik og átti Kwame Quee besta færið en það kom á 40. mínútu. Guðmundur Andri Tryggvason átti þá stungusendingu á Quee sem komst einn á móti Daða Frey í markinu en hann sá við honum.

Erlingur Agnarsson fékk þá dauðafæri á 62. mínútu. Boltinn datt fyrir hann í teignum en hann hitti hann illa og í raun ótrúlegt að hann hafi ekki skorað.

Á 77. mínútu braut Júlíus Magnússon á Steven Lennon og uppskar FH aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Færeyingurinn Brandur Olsen lyfti boltanum yfir vegginn og í hornið. Glæsilegt mark.

Kwame Quee gat bætt við öðru marki undir lok leiks eftir góðan undirbúning frá Guðmundi en skaut hátt yfir úr ákjósanlegu færi.

Lokatölur 1-0 fyrir FH og fyrsti sigur liðsins síðan 20. maí. FH er í 6. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan Víkingur er í 11. sæti með 11 stig.

Textalýsing Fótbolta.net
Athugasemdir
banner
banner
banner