Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 08. júlí 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rekinn frá Egyptalandi eftir vonbrigðin í Afríkukeppninni
Mynd: Getty Images
Mexíkóinn Javier Aguirre var rekinn sem þjálfari Egyptalands nokkrum klukkustundum eftir að liðið var slegið úr leik í Afríkukeppninni.

Egyptaland tapaði gegn Suður-Afríku í 16-liða úrslitunum eftir sigurmark Thembinkosi Lorch á 85. mínútu.

Egyptaland er að halda mótið og því vonbrigðin mikil.

Forseti knattspyrnusambands Egyptalands sagði starfi sínu lausu og tilkynnti um brottrekstur Aguirre tæpum þremur klukkustundum eftir leikinn.

Aguirre er sextugur, en hann tók við Egyptalandi fyrir ári síðan. Hann hefur komið víða við á þjálfaraferli sínum sem hófst fyrir 24 árum síðan.

Í nóvember í fyrra hvatti Aguirre, Mohamed Salah, stærstu stjörnu Egyptalands, að fara frá Liverpool ef liðið myndi ekki vinna neina titla á tímabilinu. Liverpool vann Meistaradeild Evrópu í maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner