Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 08. júlí 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney ráðleggur Sancho að vera áfram hjá Dortmund
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho hefur verið orðaður við Manchester United, en Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu United, telur að það sé mögulega best fyrir hann að vera áfram hjá Borussia Dortmund.

Sancho yfirgaf Manchester City 2017 í leit að meiri spiltíma. Þessi 19 ára gamli leikmaður sló í gegn með Dortmund í Þýskalandi á síðustu leiktíð og vann sér sæti í enska landsliðinu.

Rooney, sem leikur í dag með DC United í MLS-deildinni, segir að það sé mikilvægast fyrir Sancho að spila mikið.

„Dortmund er frábært félag með frábæra stuðningsmenn, þeir treysta á unga leikmenn sína og það er hægt að sjá það með Sancho og það sem hann hefur gert á síðustu 12 mánuðum," sagði Rooney við Bild.

„Jadon þarf að spyrja sig hvort hann myndi fá að spila eins mikið í Englandi og hann gerir hjá Dortmund. Að spila er það mikilvægasta fyrir unga leikmenn og ef hann fær að spila mest hjá Dortmund, þá á hann að vera þar áfram."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner